*

laugardagur, 23. mars 2019
Innlent 9. janúar 2019 13:04

Líflegt í Kauphöllinni

Heildarvelta hlutabréfaviðskipta það sem af er degi nemur 2,4 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Óhætt er að segja að sá viðskiptadagur sem nú stendur yfir í Kauphöllinni hafi verið líflegur. Heildarvelta hlutabréfaviðskipta það sem af er degi nemur 2,4 milljörðum króna og hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI8 hækkað um 3,08%.

Gengi hlutabréfa allra 18 félaganna sem skráð eru í Kauphöllina hafa hækkað í viðskiptum dagsins. Festi leiðir hækkanir en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 4,57% í 265 milljón króna veltu.

Gengi bréfa í HB Granda hafa lækkað minnst, eða um 0,77%, en veltan nemur þó einungis 11 milljónum króna.

Mest velta hefur verið með bréf Símans, sem hafa hækkað um 3,13% í 351 milljón króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq