Heildarviðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 3,2 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2%.

Nóg var um bæði hækkanir og lækkanir í viðskiptum dagsins. Mest hækkuðu bréf Festi um 1,8% í 159 milljóna króna viðskiptum, en þar á eftir komu bréf Símans með 0,81% hækkun í 116 milljóna viðskiptum, og þar næst Hagar með 0,46% hækkun í 128 milljóna viðskiptum.

Bréf Arion banka lækkuðu mest, um 3,51% í 103 milljóna króna viðskiptum. Origo lækkaði næst mest um 2,48% í 26 milljóna viðskiptum, og þar næst bréf Icelandair með 1,61% lækkun í 301 milljóna veltu.

Eins og oft áður var yfirgnæfandi mest velta með bréf Marel, um 1,8 milljarðar, en þrátt fyrir mikla veltu hreyfðist verð bréfanna þó sáralítið, eða um 0,23%.