„Miðað við fyrstu tíu dagana þá er þetta mikil vinna. Konan mín hefur fundið meira fyrir þessu, ég er töluvert minna heima núna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins.

Vinnuálagið endurspeglast í hækkun launa þeirra Jóhannesar og Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, frá því þau voru aðstoðarmenn flokksformanna beggja.

Ætla má að launahækkun hvors um sig nemi tæpum 234 þúsund krónum á mánuði og nema þau 863.995 krónum með aukagreiðslum. Segja má að eftir töluverðu sé að slægjast enda er aðstoðarmaður ráðherra með rúma 41 milljón króna í laun á kjörtímabilinu öllu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .