Líkbíll af gerðinni Miller-Meteor Cadillac árgerð 1964 sem flutti lík John F. Kennedys Bandaríkjaforseta í forsetaflugvélina Air Force One í Dallas í nóvember árið 1963 var seldur á dögunum á uppboði í Scottsdale í Ariozonaríki fyrir 160 þúsund dali. Það gera rétttæpar 20 milljónir íslenskra króna.

Cadillac
Cadillac

Sambærilegur bíll - án sögulegra tenginga - myndi alla jafna kosta um 40 þúsund dali, um 5 milljónir króna, samkvæmt umfjöllun bandarísku fréttastofunnar CNN um málið.

Það var Stephen nokkur Tebo, fasteignaverktaki og bílasafnari í Colorado, sem keypti bílinn. Verktakinn er ákafur safnari en hann á um 400 bíla í skúrum sínum, þar á meðal Rolls Royce sem settur var saman að óskum bítilsins John Lennon og jeppa sem eitt sinn var í eigu söngvarans Frank Sinatra.

Fréttastofan segir verðið ágætt samanborið við líkbíl sem flutti lík forsetans úr forsetaflugvélinni á áfangastað. Sá bíll fór á 132 þúsund dali.

Cadillac
Cadillac