Jens Weidman, seðlabankastjóri, varaði við því á fundi með ríkisstjórn Þýskalands að það muni að öllum líkindum hægjast á þýska hagkerfinu.

Fram kemur á fréttasíðunni Reuters að hann hafi ráðlagt þýsku ríkisstjórninni að búa sig undir erfiðleikaskeið og það að ríkið þurfi að grípa inn í þegar kemur að næstu niðursveiflu.

Þar sem stýrivextir Evrópu komist að öllum líkindum ekki í eðlilegt horf á næstunni þá sé lítið svigrúm hjá Seðlabanka Evrópu að örva hagkerfi álfunnar.

Að mati seðlabankans er rík ástæða til þess að vera uggandi yfir þeirri þróun sem er að eiga sér stað á sviði alþjóðastjórnmála þó svo að en sem komið er sé mikill þróttur í atvinnulífi Þýskalands.