*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 19. júní 2012 10:14

Líkur á að því að bönkum verði skipt upp

Líkur eru á því að fjárfestingabankastarfsemi verði skilin frá viðskiptabankasviðinu, að mati sérfræðings hjá FME.

Ritstjórn

Erfitt er að benda á haldbær rök sem mæla gegn því að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbankastarfsemi og verður ekki séð að aðskilnaðurinn leiði til minni tekjumöguleika og minnkandi samkeppni eins og forsvarmenn bankanna haldi fram. Þetta segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur á sviði greininga, í nýjasta tölublaði Fjármála, vefriti Fjármálaeftirlitsins.

Í grein sinni í ritinu skrifar Guðmundur um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og bendir á að þingmenn jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu hafi verið fylgjandi slíku. Nokkrar líkur séu því á að þessari starfsemi bankanna verði skipt upp þótt útfærslan á því sé enn óljós.

Grein Guðmundar má lesa í heild sinni hér.

Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni. Grein Guðmundar á ekki aðeins við um Arion heldur hina bankana sömuleiðis.