Vandræði ríkisstjórnar Venesúela virðast vera að aukast enn frekar eftir mikil mótmæli í landinu á undanförnum misserum. Samkvæmt gögnum frá Bloomberg um skuldtryggingarálag landsins telja fjárfestar að 56% líkur séu á því að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á næstu 12 mánuðunum. Hefur hlutfallið ekki verið hærra síðan í desember á síðasta ári. Þá telja fjárfestar 91% líkur á greiðslufalli á næstu fimm árum

Gjaldeyrisforði landsins er nú einungis 10 milljarðar dollara og hefur ekki verið minni síðan árið 2002. Stjórnvöld í landinu standa frammi fyrir því að þurfa að greiða 5 milljarða dollara afborganir af erlendum skuldum á þessu ári þó enginn stór greiðsla sé á gjalddaga fyrr en á október.