Ný rannsókn horfir á áhrif lágmarkslauna - og hækkunar á lögbundnum lágmarkslaunum - frá nýjum sjónarhóli, en ritgerðin Survival of the Fittest:The Impact of the Minimum Wage on Firm Exit, eftir þau Dara Lee Luca og Michael Luca birtist nýlega í tímaritinu Harvard Business Review. Þar skoða þau áhrif lágmarkslauna á lífslíkur veitingastaða á svæðinu í kringum San Fransisco í Bandaríkjunum. Í stað þess að skoða áhrif lágmarkslauna á atvinnustig í veitingageiranum skoða þau tengsl lágmarkslauna og gjaldþrota eða lokana fyrirtækja í þessum geira.

Niðurstaðan er í einföldu máli sú að hækkun lágmarkslauna hefur leitt til fjölgunar þeirra veitingastaða sem leggja upp laupana. Hins vegar virðast þessi áhrif vera meiri eftir því sem veitingastaðirnir fá færri stjörnur á vefsíðunni Yelp. Hækki lágmarkslaun um einn Bandaríkjadal aukast líkurnar á því að veitingastaður með 3,5 stjörnur hætti starfsemi um 14%. Fyrir fimm stjörnu stað hefur launahækkunin engin merkjanleg áhrif.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .