Fjármálastöðugleikaráð telur að áhætta í fjármálakerfinu hafi aukist frá því í vor þar sem að líkur á þjóðhagslegu ójafnvægi hafi aukist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Á fundi fjármálastöðugleikaráðs föstudaginn sl. kom fram að áhætta fyrir fjármálakerfið hafi vaxið frá því í vor. Til skamms tíma er breytingin lítil en áhættan til lengri tíma hefur aukist vegna þess að líkur á þjóðhagslegu ójafnvægi hafa aukist.

Tekið er þó fram að viðnámsþróttur bankanna til að standast áföll  er góður, enda er lausafjárstaða góð, eiginfjárhlutfall hátt og hagnaður á fyrri árshelmingi hafi verið umtalsverður, þótt stóran hluta hans megi rekja til einskiptisliða.

Einnig kemur fram að gjaldeyrisútboð og uppgjör föllnu bankanna gætu haft einhver neikvæð áhrif á lausafjárstöðu bankanna en þau ættu þó að vera innan hættumarka.