*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 15. mars 2017 13:56

Lilja Björk tók við í dag

Lilja Björk Einarsdóttir tók við starfi bankastjóra Landsbankans í dag.

Ritstjórn
Lilja Björk tekur formlega við starfi bankastjóra Landsbankans í dag.
Aðsend mynd

Lilja Björk Einarsdóttir hóf í dag störf sem bankastjóri Landsbankans hf. Lilja er véla- og iðnaðarfræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands. Hún lauk í kjölfarið meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum árið 2003.

Á árunum 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf., í London. Hún var sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum frá 2016 þar til hún tók við starfi bankastjóra Landsbankans.

Á árunum 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Áður vann Lilja hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005 og vann m.a. verkefni fyrir Ford-bílaframleiðandann, sem sérfræðingur í gerð áætlana og áhættulíkana fyrir vátryggingarsvið og fjárstýringu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim