Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, kveðst spennt yfir hugmyndinni um stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag.

Lilja minnist á það í viðtalinu að uppi sé „pirringur“ vegna ágreinings um Evrópumál. Hún bendir jafnframt á að mikilvægara sé að leggja áherslu á uppbyggingu innviða frekar en Evrópusambandsumsókn sem lítil væri um.

Hún tekur fram að Framsókn hafi verið að stinga saman nefum með Vinstri grænum til að sjá hvort að það væri „einhverjir samstarfsfletir“ hjá flokkunum tveimur. Lilja kvaðst jafnframt vilja fá Sjálfstæðisflokkinn í samstarf með Framsókn og VG. Hún segir að það sé tímabært að mynda „nokkuð breiða stjórn.“