*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 7. maí 2014 20:07

LÍN í mál við erfingja Steingríms Hermannssonar

Bandarískur sonur Steingríms Hermannssonar tók námslán árið 1983. Hann var enn að borga af láninu árið 2010.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Steingrímur Hermannsson. VB MYND / MBL Kristinn Ingvarsson
MBL - Kristinn Ingvarsson

Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur í málaferlum við ekkju Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, og sex börn hans vegna skuldar eins sona Steingríms af fyrra sambandi. Steingrímur var ábyrgðamaður fyrir námsláni sem sonur hans tók hjá LÍN á árunum 1983 til 1988. LÍN segir lánið standa í 12 milljónum króna.

Sonur Steingríms er yngsta barn hans af þremur sem hann eignaðist með þáverandi konu sinni í Bandaríkjunum. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, er yngstur barna Steingríms. Hann er einn þeirra sjö sem LÍN krefur um endurgreiðslu.

Steingrímur lést í febrúar árið 2010. Mánuði síðar lenti sonur hans í vanskilum með afborganir af láninu. Erfingjar Steingríms fengu hins vegar ekki að vita af vanskilum og gjaldfellingu lánsins í kjölfarið fyrr en tæpum þremur árum síðar. Lögmaður erfingja Steingríms segir margt brogað við kröfu LÍN og efast um að maðurinn hafi skilið innheimtuviðvaranir þar sem hann er bandarískur ríkisborgari sem hvorki skilji né tali íslensku.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er: 

 • Meira en 5% í útboði HB Granda voru ekki seld
 • Lykilstjórnendur Kaupþings ákærðir á ný
 • Óvissa um afgreiðslu mála og sumarþing
 • Íbúðalánasjóður tapar milljörðum
 • Isavia græðir og græðir
 • Vilja að eftirlit með bílaleigum verði skilvirkara
 • Ragnheiður Elín vill auka erlenda fjárfestingu
 • Boða gjörbreytt húsnæðiskerfi
 • Foreldrarnir voru besta fyrirmyndin, segir Geirlaug Þorvaldsdóttir á Hótel Holti í ítarlegu viðtali
 • Margir ætla héðan til HM í knattspyrnu í Brasilíu
 • Margir útlendingar vilja komast á Hvannadalshnjúk
 • Fjögur ár tók að ljúka skiptum á þrotabúi
 • Rakel stefndi strax á fjölmiðla
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um Hrunið
 • Óðinn skrifar um ívilnanir og áætlunarbúskap
 • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður og margt, margt fleira