Súkkulaðifyrirtækið Lindt & Sprüngli Group birti í dag uppgjör annars ársfjórðungs en þar kom m.a. fram að tekjur fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum þessa árs numu 14,5 milljörðum svissneskra franka. Það er 17,4% meira en á sama tíma árið áður.

Fyrirtækið er þekktast fyrir að framleiða Lindt súkkulaði og hefur höfuðstöðvar sínar í Kilchberg í Sviss. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að vöxturinn er framar vonum þar sem súkkulaðimarkaðurinn hefur staðnað upp á síðkastið og verð á hrávörumarkaði hefur farið hækkandi. Þar að auki er svissneski frankinn mjög sterkur en í tilkynningunni segir að langtímaáætlun fyrirtækisins hafi skilað því góðum árangri á árinu.