í dag ráðast úrslit um hvort að kjarasamningar sem að félög sjómanna sem þeir gerðu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verði samþykktir. Samningarnir voru gerðir um miðjan síðasta mánuð nokkrum dögum eftir að sjómenn fóru í verkfall. Þetta er í annað skiptið á árinu sem að sjómenn taka afstöðu til kjarasamnings. Fyrr á árinu kolfelldu undirmenn kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Ríkisútvarpið greinir frá.

Nokkur félög sjómanna sömdu við SFS um miðjan síðasta mánuð. Til að mynda samdi félag vélstjóra og málmtæknimanna um það leyti sem að verkfall sjómanna átti að hefjast. Atkvæðagreiðslan lýkur á föstudaginn. Þó verða í dag talin atkvæði í kjarasamningum SFS við Sjómannasamband Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands. Niðurstaðan kemur til með að liggja fyrir klukkan tvö.