Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, bar sigur úr býtum í kosningunum í Tyrklandi sem haldnar voru í gær. Þetta kemur fram í Financial Times . Sigurinn mun tryggja forsetanum fimm ár í viðbót í embætti.

Í kjölfarið hækkaði tyrkneska líran um 2%. Viðskiptablaðið greindi frá því að Erdogan hafi sagt, fyrir nokkru síðan, að nái hann kjöri muni hann taka peningastefnuna fastari tökum og lækka vexti.

Í kjölfar ummæla hans náði líran sögulegu lágmarki. Hann hefur einnig sagt að hann styðji sjálfstæða seðlabanka en bara svo lengi sem stefna hans sé honum þóknanleg.