*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 7. ágúst 2018 13:13

Líran nær jafnvægi eftir sögulegt lágmark

Gengi tyrknesku lírunnar náði sögulegu lágmarki í gær þegar það lækkaði um 4,7% en hefur í dag náð ákveðnu jafnvægi.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
european pressphoto agency

Gengi tyrknesku lírunnar náði sögulegu lágmarki í gær þegar það lækkaði um 4,7% en hefur í dag náð ákveðnu jafnvægi. Þetta kemur fram í frétt Financial Times

Við opnun markaða í London hækkaði líran um um 2,5% gagnvart bandaríkja dollara. Gjaldmiðillinn hefur lækkað um meira en fjórðung það sem af er þessu ári og um 5,4% frá byrjun ágúst. 

Dani Rodrik prófessor við Harvard háskóla tjáði sig um stöðu lírunnar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann sagði að Tyrkland væri að ganga í gegnum sína fyrstu gjaldeyriskreppu síðan gjaldmiðill landsins var settur á flot. 

Stikkorð: Tyrkland Erdogan líran