*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 18. júlí 2016 14:13

Listar yfir handtekna voru tilbúnir

Yfirmaður stækkunarmála ESB segir lista yfir dómara handtekna í kjölfar valdaránsins í Tyrklandi verið fyrirfram tilbúna.

Ritstjórn

Johannes Hahn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins,  sem leiðir aðildarviðræður við Tyrkland, sakaði yfirvöld þar í landi um að hafa lista tilbúna fyrir valdaránið yfir þá sem hafa verið handteknir. Sagði hann viðbrögð ríkisstjórnarinnar vera „nákvæmlega það sem við óttuðumst.“

Listarnir verið undirbúnir

Að minnsta kosti 2.745 dómarar og saksóknarar voru handteknir og allt að 8.000 opinberir starfsmenn reknir í kjölfar þess að valdaránstilraunin var brotin á bak aftur.

„Það að listar voru þegar tilbúnir strax eftir atburðina gefur til kynna að þeir höfðu verið undirbúnir og skyldu vera notaðir á einhverjum tímapunkti,“ sagði Johannes Hahn.

Staða Tyrklands í NATO í hættu

Varaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John F. Kerry við því að staða Tyrklands í NATO gæti verið í hættu ef landið héldi ekki uppi lýðræðislegum stöðlum í viðbrögðum sínum við valdaránstilrauninni.

Sagði Kerry skýrt að Bandaríkin vildu sannanir, ekki bara ásakanir, um aðild tyrknesks stjórnarandstæðings í Bandaríkjunum áður en það myndi meta beiðnir yfirvalda Tyrklands um framsal.

Líkir ríkisstjórninni við SS sveitir Nazista

Er þar verið að vísa í tyrkneska klerkinn Fatullah Güllen sem Erdogan forseti Tyrklands kennir um valdaránstilraunina. Güllen hafnar ásökununum algerlega og líkti í viðtali um helgina ríkisstjórn Erdogan við SS sveitir Nazista.

„Skilaboð mín til tyrknesku þjóðarinnar er að líta aldrei á inngrip hersins í jákvæðu ljósi, vegna þess að í gegnum inngrip hersins getur lýðræði ekki náðst fram,“ sagði hann og hældi fylgismönnum sínum sem ekki hefðu gripið til vopna þegar voru handteknir.

Þó viðurkenndi hann að hann gæti ekki útilokað aðild fylgismanna sinna, þar sem hann væri óviss um hverjir væru fylgismanna sínir í Tyrklandi.

„Þeir hafa ekkert umburðarlyndi gagnvart nokkrum hópi sem þeir stjórna ekki algerlega,“ sagði Güllen um stjórnvöld í Tyrklandi.

Erdogan vill endurvekja dauðarefsingu

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands sagði í kjölfar valdaránstilraunarinnar að endurvekja ætti dauðarefsingu í landinu fyrir þá sem stóðu að valdaráninu. Hún var afnumin árið 2004.

Kölluðu þau ummæli á hörð viðbrögð, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandslandanna, sem sagði það „algerlega óréttlætanlegt.“

„Það mega ekki eiga sér stað neinar geðþóttahreinsanir, engar refsingar utan laga og réttar og réttarkerfisins,“ sagði hann í viðtali.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim