Samtök sem berjast gegn hættulegum leikföngum hefur tekið saman lista yfir þau allra hættulegustu leikföngin. Er listinn hluti af 44. árlegu skýrslu samtakanna en á honum eru leikföng sem hafa óljós og ónógar viðvaranir og léleg varúðar og aldursmörk.

Listinn er birtur í aðdraganda stærsta gjafakaupatímabilsins í Bandaríkjunum, en í landinu eru tveir þriðju hlutar allrar leikfangasölu í aðdraganda jólanna. Er sölutímabilið í landinu venjulega miðað við tímabilið milli Þakkargjörðarhátíðarinnar, sem haldinn er fjórða fimmtudaginn í nóvember ár hvert, og jólanna sjálfra.

Samtök fyrirtækja í leikfangaiðnaðinum segja hins vegar að listinn sé uppfullur af fölskum staðhæfingum sem hræði foreldra og ummönnunaraðila að óþörfu.

Efst á listanum eru leikfangasvín, fílabangsi og teygjubyssa sem skýtur slímkúlum, en listann má skoða hér .