Forstjórar kauphallarfélaga í sömu grein eru almennt nokkuð nálægt hver öðrum í launum. Félögin hafa flest sett sér starfskjarastefnu þar sem fram kemur að laun forstjóra skuli vera samkeppnishæf við sambærileg félög.

Þannig munaði rúmlega 40 þúsund krónum á mánaðarlegum launagreiðslum til Hermanns Björnssonar, forstjóra Sjóvár, og Sigurðar Viðarssonar,  forstjóra TM, sem bæði námu rúmlega 4,7 milljónum króna á mánuði að meðtöldum lífeyrisgreiðslum og launatengdum gjöldum. Launagreiðslur til Stefáns Sigurðssonar, forstjóra  Vodafone  á Íslandi, námu tæpum 4,7 milljónum króna á mánuði og voru 242 þúsund krónum hærri á mánuði en laun Orra Haukssonar, forstjóra Símans.

Alls námu launagreiðslur til forstjóra fasteignafélaganna 3,1 til 3,7 milljónum króna á mánuði í fyrra og fengu þeir lægstu launin Kauphöllinni, og voru þeir einu forstjórarnir sem fengu undir 4 milljónir í mánaðarlaun að meðtöldum launatengdum gjöldum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .