Litlar breytingar hafa verið á gengi hlutabréfa í íslensku kauphöllinni það sem af degi. Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 0,43%, en hún lækkaði um 2,5% í viðskiptum gærdagsins.

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað mest, eða sem nemur 1,66% í 123 milljóna króna veltu. Þá hefur gengi bréfa Haga hækkað um 1,42% í 20 milljóna króna veltu og Eimskips um 1,3% í 188 milljóna króna veltu.

Aftur á móti hefur gengi bréfa TM lækkað um 3,07%, Marels um 1,28% og Össurar um 1,11%.

Þá virðast evrópsk hlutabréf vera að ná sér á strik eftir erfiðan gærdag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 3,2%, Dax-vísitalan um 3,87% og Cac-vísitalan um 3,9%.