*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Sjónvarp 30. desember 2015 15:56

Liv: Liðsheild og gleði lykillinn að árangri

Viðtal við Liv Bergþórsdóttur og ræða ritstjóra Viðskiptablaðsins við afhendingu viðskiptaverðlaunanna.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Nova og Liv Bergþórsdóttir forstjóri hlutu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir árangur fyrirtækisins grundvallast á liðsheild, gleði á vinnustaðnum og löngun hópsins til að ná árangri. Hún segist hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á árinu 2016.

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, sagði við afhendingu verðlaunanna að ef fram fer sem horfir muni Nova verða stærsta fyrirtækið á farsímamarkaði á Íslandi. Fyrirtækið hafi frá upphafi lagt gríðarlega mikla áherslu á markaðsstarf sem hafi, auk annars, skilað þessum árangri.

Viðtal við Liv og ræðu Bjarna má sjá í spilaranum hér að ofan.