Vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hækkuðu nýverið úr 5,91% í 6,15% en vextirnir voru lækkaðir í janúar. Vextirnir eru ákvarðaðir út frá meðalávöxtunarkröfu síðustu þriggja almanaksmánaða á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði, nú flokkur RIKB 31 0124, veginni eftir fjárhæð viðskipta hvers mánaðar.

Í lánareglum sjóðsins segir að óverðtryggðir útlánsvextir séu að jafnaði einu prósentustigi hærra en meðalávöxtunin. Breytilegur vextir á verðtryggðum lánum hækkuðu úr 2,67% í 2,69% en fastir vextir á óverðtryggðum lánum eru óbreyttir, 3,6%.

Útlán lífeyrissjóða til heimila hafa verið að aukast mikið á umliðnum árum en á síðasta ári jukust heildarútlán um rúmlega 80 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins. Heildarútlán lífeyrissjóða í nóvember 2017 námu því 322 milljörðum króna að því er kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.