Vextir á húsnæðislánum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna tóku lækkuðu í dag. Vextir á óverðtryggðum lánum með fasta vexti lækkuðu úr 6,09% og niður í 5,91%. Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum lækkuðu um 0,07 prósentustig eða frá 2,74% niður í 2,67%. Vextir á lánum með fasta vexti stóðu í stað í 3,60%.

Útlán lífeyrissjóða til heimila hafa verið að aukast mikið á umliðnum árum en á síðasta ári jukust heildarútlán um rúmlega 80 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins. Heildarútlán lífeyrissjóða í nóvember 2017 námu því 322 milljörðum króna að því er kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.

Á vefsíðunni Herborg.is eru vextir lánastofnanna teknir saman en í flokki óverðtryggðra lána með fasta vexti er lífeyrissjóðurinn Brú með lægstu vextina eða 5,53%. Í flokki verðtryggrða lána með breytilega vexti býður Lífeyrissjóður Verslunarmanna nú lægstu vextina eða 2,67% líkt og áður sagði. Í flokki verðtryggrða lána með fasta vexti býður Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) bestu kjörin eða 3,50%.