Hafsteinn Helgi Halldórsson og kona hans, Guðrún Agla Egilsdóttir, hafa vakið athygli fyrir fjölbreytileg og flott húsgögn sem þau hanna og smíða sjálf, en fyrirtæki þeirra, Happ ie furniture, hefur gert allt frá litlum sófaborðum til þess að innrétta heilt bakarí á Akureyri.

Hafsteinn Helgi Halldórsson hefur verið að dunda sér við smíðar allt frá því að hann var ungur en í kjölfar þess að hann smíðaði eigið borðstofuborð fór boltinn að rúlla. Nýjasta verkefni hans eru standar undir vörur Nóa Síríus á stærstu súkkulaðisýningu heims í Köln í Þýskalandi.

„Fólk sá myndir af borðinu á Facebook og það fór að vilja fá alls kyns borð hjá okkur, svo við fórum að fikra okkur áfram í þessu. Við fórum að smíða fyrir hönnunarbúðir og svo prófuðum við að setja upp síðu til að halda utan um þetta,“ segir Hafsteinn.

„Þetta vatt einhvern veginn upp á sig, við byrjuðum í rétt rúmlega þriggja fermetra rými inni í geymslu hjá foreldrum mínum, en svo tókum við stóra stökkið að manni fannst og ákváðum að fara inn í 25 fermetra bílskúr með þetta, en eftir stóra pöntun frá Hagkaup vorum við farin að lakka borð úti á miðri götu í Vesturbænum.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .