*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 25. júlí 2018 13:12

Ljósmæður samþykktu miðlunartillögu

Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1% atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91%.

Ritstjórn
Bryndís Hlöðversdóttir, Ríkissáttarsemjari
Birgir Ísl. Gunnarsson

Greint var frá því um helgina að ljósmæður aflýstu verkfalli í kjölfar þess að Ríkissáttarsemjari lagði fram miðlunartillögu. Fram kemur á heimasíðu Ríkissáttarsemjara að ljósmæður hafi nú samþykkt þá miðlunartillögu. 

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðarafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er lokið.

Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1% atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91%.

Þá samþykkti Fjármála- og efnahagsráðherra miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim