Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 12,8 milljarða framtakssjóði, SÍA III. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. SÍA III er stofnaður í framhaldi af af SÍA II sem hefur á síðastliðnum árum fjárfest í Skeljungi, Festi, Verne Global og Kynnisferðum.

SÍA III mun fjárfesta í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í uppbyggingu, vexti og virðisaukningu þeirra. Þá hafa SÍA-sjóðir Stefnis tekið þátt í í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar hér á landi, en þeir hafa komið að skráningu tveggja félaga í Kauphöll og undirbúningur er hafinn fyrir skráningu Skeljungs.