Greiningardeild Glitnis hefur lækkað verðmatsgengi sitt á Bakkavör í 70 krónur á hlut úr 75 krónum líkt og það var í afkomuspá greiningardeildar í júlí. Hún áfram með kaupum í félaginu.

Óhagstætt veðurfar í Bretlandi í sumar og almennt hækkandi hráefnisverð ráða mestu um lækkað verðmat.

Markgengi (e. target price) helst óbreytt eða 75,0 krónur á hlut. Markgengi er spá greiningardeildar um hvar gengi bréfa í félaginu standi að sex mánuðum liðnum.

Markaðsgengi Bakkavarar er 66,7 þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Við teljum að bréf í Bakkavör séu góður langtímakostur fyrir fjárfesta,? segir greiningardeildin. ?Helstu ástæður fyrir því eru m.a. góð og stöðug arðsemi félagsins, hagkvæm fjármögnun félagsins og öflugir stjórnendur sem sýnt hafa góðan árangur síðustu ár. Neysla á tilbúnum réttum, bæði köldum og heitum, er enn að aukast á helstu markaðssvæðum Bakkavarar og útlitið því bjart. Verðkennitölur félagsins eru ekki lágar en að okkar mati ekki óeðlilega háar."