Mikil óvissa ríkti á mörkuðum í gær í kjölfar frekari hremminga í breskum fjármálaheimi. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan mest af vísitölunum vestanhafs. Bankar og fjármálastofnanir héldu áfram að lækka og það var ekki til að gleðja markaðinn að olíufatið fór upp í 81 dollara. Í dag bíða menn spenntir eftir stýrivaxtaákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna.

Það hafði einnig áhrif á markaðinn að Evrópusambandið slengdi gríðarsekt á Microsoft sem lækkaði um 1,1% í kjölfarið.

Óhætt er að segja að athyglin beinist að Ben Bernanke seðlabankastjóra en hann stendur frammi erfiðustu ákvörðun sinni síðan hann tók við. Ef bankinn tilkynnir um 0,25% lækkun yrðu það vonbrigði fyrir marga en talið er að hækkandi olíuverð gæti ýtt á eftir frekari lækkun vaxta þó varfærnisraddir segi að það stríði gegn verðbólgumarkmiðum.