Ákveðið var að framlengja loðnusamning Íslands, Grænlands og Noregs á fundi með samningamanna ríkjanna í Álasundi í Noregi fyrir helgina.

Þetta þýðir að hlutur hvers ríkis verður óbreyttur. Ísland er með 81% veiðiheimildanna, Grænland með 11% og Noregur með 8%.

Gert er ráð fyrir að kvótar verði gefnir út eftir rannsóknaleiðangra í október og janúar, segir í frétt um málið á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Þá var áveðið að leyfilegur veiðitími Norðmanna við Ísland í febrúar verði framlengdur um eina viku eins og gert var á síðustu vertíð.