Donald Trump hefur nú verið á ferðalagi um heiminn, en eftir stopp sitt í Sádi-Arabíu, kom hann við í Ísrael.

Trump átti þar fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, en á umræddum fundi lofaði hann forsætisráðherranum að tryggja það að Ísrael myndi aldrei komast yfir kjarnorkuvopn.

Greint er frá málinu á vef BBC, en hann vandaði Írönum ekki kveðjurnar og sagði þá styðja hryðjuverkahópa.

Í heimsókn sinni í Sádi-Arabíu ítrekaði hann mikilvægi þess að Sádi-Arabía og önnur lönd á Arabíuskaga myndu aðstoða Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum.