Dómstóll í Texas hefur sett lögbann á söluna Liverpool. Bandarískir eigendur liðsins, Tom Hicks og George Gillett, fóru fram á lögbannið. Æðri dómstóll (e. High Court) í Lundúnum heimilaði í gær að salan gengi eftir eigendurnir tveir fóru með málið fyrir dóminn. Ekki er ljóst hvaða áhrif lögbannið hefur, en ólíklegt er talið að stærsti lánadrottinn Liverpool, Royal Bank of Scotland, og fyrirhugaður kaupandi, NESV sem er bandarískt félag, muni hunsa lögbannið verði það staðfest.