*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 11. október 2013 17:13

Lögfræðikostnaður setti strik í reikninginn hjá JP Morgan

Margra milljarða dala kostnaður JP Morgan Chase varð til þess að bankinn skilaði tapi á þriðja ársfjórðungi.

Ritstjórn

Bandaríski risabankinn JP Morgan Chase tapaði 380 milljónum dala, jafnvirði rúmra 46 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Tekjur drógust lítillega saman á milli fjórðunga. Þær námu 23,9 milljörðum dala borið saman við 25,9 milljarða dala á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Þetta var lítillega undir mati fjármálasérfræðinga en þeir bjuggust almennt við tekjum upp á 24 milljarða dali.

Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir Jamie Dimon, forstjóra bankans, að þótt grunnreksturinn hafi verið á góðu róli á fjórðungnum þá setji kostnaður mark sitt á uppgjörið. Mestu munar þar um lögfræðikostnað upp á 9,2 milljarða dala og aðra fjármuni sem settir hafa verið til hliðar vegna væntanlegra útgjalda af svipuðum meiði. Þá hefur bankinn þurft að bæta þeim sem tóku fasteignalán hjá bankanum skaða þeirra. Ef lögfræðireikningarnir eru undanskildir uppgjöri bankans þá hefði hagnaður hans numið 5,8 milljörðum dala sem var talsvert yfir væntingum markaðsaðila upp á 4,65 milljarða dala.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim