*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 17. janúar 2019 18:03

Löggiltir endurskoðendur orðnir alls 320

10 einstaklingar fengu í gær réttindi til að kalla sig löggilta endurskoðendur.

Ritstjórn
Nýútskrifaðir endurskoðendur, ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Aðsend mynd

Tíu einstaklingar fengu í gær réttindi til að kalla sig löggilta endurskoðendur. Þar með eru löggiltir endurskoðendur á Íslandi orðnir alls 320. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins

Í ræðu Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við þetta tilefni sagði hún að endurskoðendur væru hluti af afar mikilvægri keðju heilbrigðs viðskiptalífs sem samfélagið reiðir sig á. Þórdís Kolbrún vitnaði í greinargerð með nýju frumvarpi til laga um endurskoðendur og endurskoðun sem nú er til meðferðar hjá Alþingi þar sem segir að endurskoðun skuli stuðla að auknu trausti notenda á reikningsskilum félaga og að endurskoðandi skuli gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum félaga. Hann sé opinber sýslunarmaður við framkvæmd endurskoðunarstarfa og hlutverk hans er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. 

Ráðuneytið óskar nýútskrifuðu endurskoðendunum velfarnaðar í störfum sínum, en þeir eru:

 • Agnar Páll Ingólfsson
 • Alda Björk Óskarsdóttir
 • Berglind Klara Daníelsdóttir
 • Birta Mogensen
 • Gísli Páll Baldvinsson
 • Hörður Freyr Valbjörnsson
 • Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson
 • Kristján Daðason
 • Mikael Símonarson
 • Svavar Gauti Stefánsson
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim