*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 22. október 2017 11:17

Lognið á undan storminum?

Staðan á bandarískum hlutabréfamörkuðum minnir að sumu leiti á árin 2006 og 2007.

Ingvar Haraldsson
epa

Í Fjármálastöðugleika er bent á að eftir afnám gjaldeyrishafta sé Ísland næmara fyrir breytingum á erlendum fjármálamörkuðum. VIX-vísitalan, sem mælir væntingar markaðsaðila um flökt á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum, hefur aldrei verið lægri.

Harpa bendir hins vegar á að sama staða hafi verið uppi á árunum 2006 og 2007, skömmu áður en alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. Töluverð pólitísk óvissa sé víða um heim og líkur á vaxtahækkun í helstu hagkerfum hafa aukist. „Spurningin er, er þetta lognið á undan storminum,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands.

Hins vegar hafi áhættuálag á íslensku bankanna farið lækkandi og þeir eigi töluvert af lausafé í erlendri mynt til að vega á móti hættunni á versnandi skilyrðum á erlendum lánamörkuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.