Bandaríski jógúrtrisinn Chobani stendur nú í ströngu við útvarpsmanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones.

Félagið segir Jones notfæra sér vefsíðuna InfoWars, til þess að dreifa lygum um félagið og forstjóra þess.

Í kærunni kemur meðal annars fram að InfoWars hafi birt myndband sem sakar Chobani um tengsl við nauðgara og barnaklámshringi.

Lögmenn Chobani segja Alex Jones aftur á móti ekki vilja draga ummæli sín til baka.

Skaðabæturnar sem félagið fer fram á nema þó einungis 10.000 dölum.