*

fimmtudagur, 13. desember 2018
Erlent 16. nóvember 2018 12:02

Lögsækja Boeing

Fjölskyldur farþega sem létu lífið þegar flugvél Lion Air brotlenti hafa farið í mál við Boeing vegna meints galla í flugvélinni.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Fjölskyldur farþega sem létu lífið þegar flugvél Indónesíska flugfélagsins Lion Air brotlenti í sjóinn við strendur Indónesíu, hafa ákveðið að fara í mál við flugvélaframleiðandann Boeing vegna meints galla í hönnun flugvélarinnar. Flugvél Lion Air sem hrapaði var af gerðinni Boeing 737 Max. BBC greinir frá þessu.

Í lögsókninni koma fram ásakanir þess efnis að Boeing hafi ekki látið flugmenn og flugfélög vita af því að stjórnkerfi flugvélarinnar eigi það til að ýta nefi flugvæelarinnar óvænt niður á við. Rannsókn á tildrögum slyssins eru enn í fullum gangi en 189 farþegar voru um borð þegar vélin hrapaði í síðasta mánuði.

Boeing hefur lýst því yfir að félagið sé beri fullt traust til öryggis 737 Max véla sinna. 

Stikkorð: Boeing Lion Air flugslys