*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 27. desember 2017 16:12

Lögsóknum rignir yfir Apple

Að minnsta kosti átta lögsóknir hafa verið lagðar fram gegn Apple eftir að það viðurkenndi að hafa hægt á iPhone símum.

Ritstjórn
Tim Cook, forstjóri Apple.
epa

Lögsóknum rignir nú yfir Apple eftir að fyrirtækið viðurkenndi að hægja vísvitandi á iPhone símum vegna þess að rafhlöður þeirra gátu ekki veitt nægu rafmagni þegar þær eltust, kólnuðu eða lítið rafmagn var inn á þeim. 

Notendur símanna hafa verið afar óánægðir með fyrirtækið en að minnsta kosti átta lögsóknir hafa verið sendar inn til alríkisdómstóla í Bandaríkjunum frá því að Apple viðurkenndi að hægja á símunum. Einnig er vitað til þess að svipuð lögsókn hafi verið lögð fram í Ísrael. 

Í lögsóknunum er farið fram á að þær verði flokkaðar sem hópmálsóknir þannig að fleiri iPhone notendur, sem gætu hlaupið á milljónum, geti kært sig inn í þær.

Margir notendur símanna telja að hefðu þeir vitað af gallanum í rafhlöðunum hefðu þeir frekar keypt nýja rafhlöðu í stað þess að fjárfesta í nýrri og dýrari gerð af iPhone og þannig sparað sér töluverða fjármuni.