Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi upp úr klukkan 09:00 og liggja því fyrir úrslit fyrir í Alþingiskosningunum 2016. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er fallin.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,1% atkvæða og 21 þingmenn kjörna og er því afgerandi sigurvegari kosninganna. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með næst flest atkvæði eða 15,8% og 10 þingmenn kjörna og bæta því við sig þremur mönnum. Píratar eru með 14,4% atkvæða og 9 þingmenn og bæta því við sig sex þingmönnum, sem er þó töluvert minna en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Framsóknarflokkur tapar miklu fylgi og fær 11,5% atkvæði og 8 þingmenn en tapar 11 þingsætum. Viðreisn fær 10,5% atkvæða og 7 þingmenn og kemur inn sem nýr flokkur á þing.

Björt framtíð fékk 7,2% atkvæða og 4  þingmenn og tapa tveimur mönnum. Líkt og Framsóknarflokkurinn þá tapar Samfylkingin miklu fylgi en flokkurinn fékk 5,8% atkvæða og 4 þingmenn og tapaði því 5 mönnum.

Staðan á skiptingu þingsæta breyttist lítið í nótt, en undir morgun þegar lokatölur birtust úr Suðvesturkjördæmi var ljóst að Viðreisn bætti við sig sjöunda manninum á kostnað Vinstri grænna sem voru fram eftir nóttu með 11 menn kjörna en eru nú með 10.