Vísitala neysluverðs i Grikklandi hækkaði um 0,4% í desember sl. Verðbólgan er umfram spár greiningaraðila en þeir höfðu gert ráð fyrir 0,2% verðbólgu. Þetta er í fyrsta sinn skipti í 33 mánuði sem verðbólga mælist í landinu.

Vísitala neysluverðs á ársgrundvelli lækkaði um 0,2% en verðhjöðnunin hefur farið lækkandi síðustu mánuði. Verðhjöðnunin á ársgrundvelli fór hæst upp í 2,9% í nóvember 2013.