Ást kínverskra yfirvalda á bandarískum skuldabréfum virðist hafa farið minnkandi. Samkvæmt fjármálaráðuneyti bandaríkjanna losuðu kínverjar sig til að mynda um bréf að andvirði 66 milljarða dala í nóvember.

Kínverjar hafa selt bandarísk skuldabréf seinustu sex mánuði og er staða þeirra nú komin niður í 1.050 milljarða dala.

Þetta hefur leitt til þess að Japanir séu orðnir stærstu lánveitendur Bandaríkjanna. Þeir eiga nú bandarísk skuldabréf að andvirði 1.110 milljarða dala. Samt sem áður hefur Japan einnig verið að losa sig við skuldabréf.

Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti verið að bæta við sig bandarískum skuldabréfum að andvirði 12 milljarða dala.

Taka þarf fram að ávöxtunarkrafa skuldabréfa eykst, þegar þau eru seld. Einnig geta þau verið óvinsæl meðal fjárfesta, sem veðja á batnandi hag vestanhafs.