Í kjölfar úrsagnar Herdísar D. Fjeldsted, úr stjórn VÍs, hafa þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins minnkað verulega stöðu sína í tryggingafélaginu. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá sagði Herdís sig úr stjórninni eftir að hafa tapað stjórnarformennskunni til Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur þegar selt hlut fyrir um 150 milljónir króna í félaginu, og Gildi lífeyrissjóður hefur losað um 4,4% á síðustu vikum, en sjóðurinn átti ríflega 7% áður en deilurnar hófust. Morgunblaðið greinir svo frá því stærsti eigandinn í VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hafi ákveðið að selja umtalsverðan hlut í félaginu, en félagið átti fyrir 9,67%.