Áður en WOW air varð gjaldþrota brá félagið á það ráð að selja hluta mengunarkvóta félagsins til að bregðast við lausafjárþurrð. Verðmæti hins selda kvóta nam um 400 milljónum króna.

Sagt er frá þessu í Viðskiptamogganum . Við söluna hafi legið fyrir að kaupa þyrfti losunarheimildirnar á ný þegar líða tæki á árið.

Greiðsla fyrir söluna átti að berast um síðustu mánaðarmót en þar sem félagið var lýst gjaldþrota áður en mánaðarmót komu rann greiðslan beint í þrotabú félagsins.