Með kaupum á 800 þúsund hlutum í Reitum fasteignafélagi hefur sameiginlegur eignarhlutur allra deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í félaginu náð 15,6%.

Miðað við gengi bréfanna eins og það er þegar þetta er skrifað, 92,30 krónur á hlut, er andvirði bréfanna tæplega 74 milljónir, en samtals eiga deildir LSR rétt um 10 milljarða í Reitum.

Stærsti eignarhluturinn er í eigu A deildar LSR, eða ríflega 78 milljón hluti, sem samsvarar 10,84% eignarhlut í Reitum. B deildin á síðan tæplega 29 milljón hluti eða 4,01% og séreignardeildin á loks 1,5 milljón hluti.