Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á nú 10,64% beinan eignarhlut í Skeljungi eftir að sjóðurinn SÍA II slhf., í rekstri hjá Stefni, dreifði hlutabréfum í Skeljungi til eigenda sjóðsins.

Samkvæmt flöggun í Kauphöllinni jók lífeyrissjóðurinn beinan eignarhlut sinn, sem samanstendur af þremur sjóðum, það er Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, A og B deildum auk Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, og fóru sjóðirnir sameiginlega yfir 10% mörkin í dag.

LSR á nú beinan eignarhlut upp á 223.443.151 hluti. Heildarmarkaðsvirði bréfa lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins má áætla að sé þá að andvirði 1,65 milljarðar króna.