Auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti hlaut íslensku markaðsverðlaunin fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins við afhendingu Lúðursins síðastliðinn föstudag og fögnuðu starfsmenn árangrinum með lúðrablæstri í Bankastræti.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi tiltekni lúður fellur H:N í skaut af þeim sjö skiptum sem þau hafa verið afhent. Það var auglýsingaherferð sem unnin var fyrir Happdrætti SÍBS sem þótti skila bestum árangri að þessu sinni.

Í tilkynningu er haft eftir Ingva Jökli Logasyni, framkvæmdastjóri H:N markaðssamskipta, að það sé alltaf gaman að fá verðlaun. Honum þyki sérstaklega vænt um að fá verðlaun fyrir árangur, enda sé það tilgangur vinnunar, að ná árangri fyrir viðskiptavini.