Jes Staley, bankastjóri Barclays, segir að að Lundúnaborg yrði enn mikilvæg miðstöð fjárhagslegrar starfsemi í Evrópu, þrátt fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Staley í viðtali við BBC.

„Ég hef ekki mikla trú á því að Lundúndir missi vægi sitt sem fjármálamiðstöð Evrópu. Það eru margs konar ástæður þess að ég hef mikla trú á því að Bretland verði enn lungu fjármálastarfsemi Evrópu,“ sagði Staley.

Hann viðurkennir þó að bankinn hyggst flytja eitthvað af starfsemi sinni til Dyflinnar eða Þýskalands. Hann sagði að aðrar höfuðborgir Evrópu hefðu reynt að sannfæra bankann um ágæti sitt sem fjármálamiðstöðvar. „Það er áhugavert að taka eftir breytingunni. Eina stundina vill enginn bankamennina í sínum bakgarði, þá næstu eru bankamönnum boðið til grillveislu.“