*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 19. janúar 2017 11:35

Lundúnir enn „fjárhagsleg lungu“ Evrópu

Jes Staley, bankastjóri Barclays, telur að Lundúnir verði áfram fjármálamiðstöð Evrópu, þrátt fyrir brotthvarf Breta úr ESB.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Jes Staley, bankastjóri Barclays, segir að að Lundúnaborg yrði enn mikilvæg miðstöð fjárhagslegrar starfsemi í Evrópu, þrátt fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Staley í viðtali við BBC.

„Ég hef ekki mikla trú á því að Lundúndir missi vægi sitt sem fjármálamiðstöð Evrópu. Það eru margs konar ástæður þess að ég hef mikla trú á því að Bretland verði enn lungu fjármálastarfsemi Evrópu,“ sagði Staley.

Hann viðurkennir þó að bankinn hyggst flytja eitthvað af starfsemi sinni til Dyflinnar eða Þýskalands. Hann sagði að aðrar höfuðborgir Evrópu hefðu reynt að sannfæra bankann um ágæti sitt sem fjármálamiðstöðvar. „Það er áhugavert að taka eftir breytingunni. Eina stundina vill enginn bankamennina í sínum bakgarði, þá næstu eru bankamönnum boðið til grillveislu.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim