Lyf og heilsa hefur keypt allt hlutafé í Berki ehf. en Börkur framleiðir glugga og hurðir. Fyrir fór Lyf og heilsa með yfirráð yfir Glerverksmiðjunni Samverk sem framleiðir gler.

Í samrunaskrá segir að breytingar á verklagi í húsbyggingum síðustu ár hafi valdið því að byggingaraðilar hafi viljað kaupa glerjaða glugga í einu lagi í stað þess að kaupa glugga og gler í sitthvoru lagi. Samrunanum sé því ætlað að ná fram samlegðaráhrifum í því formi að geta mætt eftirspurn á markaðnum með sameiginlegum lausnum inn á markað fyrir glerjaða glugga.

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samrunann og telur hann ekki leiða til að samkeppni á markaðnum raskist.