Í morgun auglýsti fyrirtækjaráðgjöf Virðingar fyrir hönd Lindarrhvols ehf. opið söluferli á Lyfju hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Virðingu .

Söluferlið byggir á samþykktum reglum Lindarhvols ehf., sem er í eigu ríkissjóðs og þar kemur fram að leggja skuli áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnfræði og hagkvæmni í söluferlinu.

Frá og með deginum í dag geta áhugasamir fjárfestar sett sig í samband við Virðingu og fengið stutta kynningu á félaginu, trúnaðaryfirlýsingu og upplýsinngablað um fjárfesti.

Fjárfestar sem uppfylla skilyrði um þatttöku í söluferlinu fá svo afhent ítarlegri sölugögn um félagið.

„Áhugasömum bjóðendum er boðið að skila inn óskuldbindandi tilboði fyrir kl. 16 miðvikudaginn 5. október. Þeim sem eiga hagstæðustu tilboðin verður boðin áframhaldandi þátttaka í ferlinu og munu þeir fá aðgang að rafrænu gagnaherbergi með ítarlegri gögnum, kynningu á félaginu frá stjórnendum Lyfju hf. og gefast kostur á að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu“ segir í tilkynningunni frá Virðingu.