Lýsi hf. tapaði um 243 milljónum króna á árinu 2014, en félagið hagnaðist um ríflega 952 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur félagsins voru tæpir 7,7 milljarðar á árinu en rúmir 9,3 milljarðar árið áður. Bókfært fé í árslok nam 9,1 milljarði og eigið fé félagins nam 973 milljónum króna, eiginfjárhlutfall er því 11%. Stjórn leggur til að ekki verði greiddur arður á árinu.

Hluthafar eru sjö og fjöldi þeirra er óbreyttur á árinu. Stærsti hluthafinn er Ívar ehf með 85,64% og Hydrol ehf. með 6,42%. Aðriri hluthafar eru undir þremur prósentum.